Vímulaus jól – barnanna vegna
Í þessu árlega verkefni Forvarnamiðstöðvar, HÖLDUM GLEÐILEG VÍMULAUS JÓL – barnanna vegna, er sjónum beint að foreldrum og forráðamönnum barna sem halda jólahátíðina í faðmi fjölskyldunnar. Vakin er athygli á þeim þáttum jólahaldsins sem snúa að börnunum og verkefnið jákvæð hvatning til fullorðinna að staldra við þegar kemur að neyslu og því sem fylgir veisluhaldinu. Í desember er dreift áminningaborðum sem birtast á net- og samfélagsmiðlum og vísa fólki á upplýsingasíðu verkefnisins á Facebook síðunni og aðrar upplýsingasíður. Borðarnir eru innan um fréttir og annað efni á vefjum eins og dv.is, visir.is og mbl.is.
Oft er talað um að jólin séu hátíð barnanna með það í huga að þær hefðir sem hafi skapast á löngum tíma bæði á aðventu og við jólahaldið sjálft sé í föstum skorðum. Neysla áfengis hefur ekki skapað sér þannig sess í jólahaldi Íslendinga og er í raun líklegra til að varpa skugga á jólagleðina og sérstaklega þar sem yngri börn eru í fjölskyldunni.
ÞÖKKUM STUÐNINGINN