4fskolar

FJÖGUR EFF (4F) er nýtt námsefni í forvarnafræðslu fyrir fjóra árganga nemenda 8., 9. og 10. bekkja grunnskóla og 1. árs nema í framhaldsskólum og hannað og samið af starfsfólki Forvarnamiðstöðar FUNA. 

Fræðslan er í höndum fagfólks sem fær þjálfun og leiðbeiningar um kennsluhætti og efnistök en efnið er ætlað til notkunar í forvarnaáfanga skólanna þegar kemur að vímuvörnum. Sérsniðið námsefni 4F er lagt fyrir hvern árgang eða bekk og er byggt upp kringum þorska og áhugasvið hvers bekkjar.  
Í boði er ein kennslustund (45 mín) auk þess sem foreldrum viðkomandi nemendahópi býðst að sjá myndband um fræðsluna á netinu á þeim tíma sem þeim hentar að setjast niður heima við tölvu eða snjalltæki.

Skólar geta haft samband við Forvarnamiðstöðina til að panta heimsóknir og fá upplýsingar um 4F fræðslupakkann, kostnað og fyrirkomulag, auk þess sem starfsmaður miðstöðvar veitir ráðgjöf um aðra þætti forvarnastarfs og sem snúa að vímuvörnum skólans og nærsamfélags.