SAFF – samstarfsráð um forvarnir


Félagasamtök búa yfir margvíslegum og mikilvægum möguleikum til þess að vinna gegn vímuefnavandanum og með því að stofna SAFF regnhlífasamtök, vilja þau bjóða til samstarfs um verkefni og stefnumál sem varða samtakamátt á breiðum grunni:

  • SAFF vill tryggja stöðu félagasamtaka gagnvart stjórnvöldum.
  • SAFF vill móta í samstarfi við opinbera aðila stefnuna í forvörnum.
  • SAFF veiti stjórnvöldum stuðning við framkvæmd forvarnastarfs.
  • SAFF á frumkvæði að verkefnum sem varða forvarnir og heilsueflingu.

Forvarnamiðstöðin mun á næstunni hvetja ýmis félagasamtök til að taka upp þráðinn í þessu víðtæka samstarfi sem SAFF hefur boðið uppá frá stofnun samráðsins.