V43logo22

Samstarfsverkefnið Vika 43 (vímuvarnavikan) var stofnað til af félagasamtökum innan SAFF (Samstarfsráð félagasamtaka um forvarnir) fyrst árið 2004. Vika 43 voru sett skýr markmið frá byrjun:

1 Vera vettvangur fyrir samstarf félagasamtaka um að vekja athygli á áfengis- og vímuefnamálum, einkum forvörnum.
2 Varpa ljósi á viðfangsefni forvarna og það starf sem unnið er á vettvangi félagasamtaka.
3 Vekja athygli landsmanna á mikilvægi forvarna, einkum forvörnum gagnvart börnum og unglingum.
4 Virkja þekkingu, styrk og samstöðu grasrótarsamstarfs til eflingar forvarnastarfi.

Í þessari árlegu viku er vakin athygli á því að hverju stefnir í áfengis- og vímuefnamálum og að hverju er stefnt í vímuvarnamálum. Í Viku 43 er sjónum einkum beint til foeldra og forráðamanna barna, hlutverks þeirra og ábyrgðar. Frá upphafi hafa umfjöllunarefni vikunnar verið fjölbreytt og áhugaverð. Fyrstu fjögur árin kallaðist verkefnið Vímuvarnavikan en árið 2008 varð ákveðið að festa hana í sessi og hún skildi haldin í 43. viku ár hvert og nefnd Vika 43 síðan.  Frá 2016 hefur Viku 43 ekki verið gert eins hátt undir höfði og efni stóðu til en vonandi verður bragabót gerð á því ástandi á næstu misserum.

Frá fyrstu vikunni í október 2004 hefur mikið vatn runnið til sjávar og á þessum tíma komið í ljós mikilvægi þess að grasrótin sé virk og starf hennar sýnilegt og hlutverk. Áherslur hverrar viku hafa sýnt fjölbreytta aðkomu frjálsra félagasamtaka að vímuvörnum og hvernig framlag þeirra getur skipt sköpum þegar unnið er að sameiginlegum markmiðum samfélagsins; að draga úr skaðsemi vímefna.

 

V43no120