Barn í vanda

Fjölskylduráðgjöf

Margir íslenskir unglingar standa fyrir vali um að hefja neyslu vímuefna of snemma á lífsins göngu, þ.e. þegar vöxtur og þroski eru enn að mótast. Það sem ræður um hvaða leið unglingur velur fer að mestu eftir því hver aðdragandinn er og hvaða áhrifavalda viðkomandi telur vera sína fyrirmynd, vinirnir, foreldrar eða átrúnaðargoðin. Fikt með ávana- og fíkniefni eins og áfengi og reykingar, er oft fyrsta skrefið og þá reynir á þá sem næstir standa svo takast megi að stöðva fíknivandann. Því fyrr sem neyslan verður að ávana því meiri verður skaðinn og eitt áhrifaríkasta ráðið felst í snemmtækri íhlutun, þar sem gripið er inní ástandið á fyrstu stigum.

Á árinu 2022 ákvað stjórn FUNA að Forvarnamiðstöð myndi setja upp úrræði sem veitti snemmtæka ráðgjöf þeim foreldrum barna sem lenda í fiktvanda með vímuefni, áfengi eða reykingar/snus (nikotín og kannabis). Starfsfólk í FOMS hefur langa reynslu og menntun í ráðgjöf sem snemmtæk íhlutun felur í sér en leiðirnar til að veita þann stuðning til foreldra eru nokkrar og byggjast á því að foreldrar geti með litilli fyrirhöfn og skjótum hætti fengið aðstoð og ráðgjöf um hvað sé best að gera.
Verkefnið verður kynnt frekar fyrri hluta árs 2023.