Aldursmörk
Samkvæmt áfengislögum (18. grein) er óheimilt er að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem er yngri en 20 ára.

Árið 1969 var aldurslágmarkið til neyslu áfengis fært úr 21 ári niður í 20 ár. Var sú breyting í samræmi við breytta löggjöf um kosningarétt, kjörgengi, lögræðisaldur og hjúskaparaldur.  Nú verða ungmenni lögráða 18 ára og geta þá gengið í hjúskap, kosið í almennum kosningum og eru kjörgeng á Alþingi. 
Áfengislögunum hefur þó ekki verið breytt til samræmis við þetta. Helstu rökin fyrir því að halda 20 ára markinu eru verndarsjónarmið, þ.e. talið er að með því sé verið að stuðla að hóflegri neyslu áfengis og vinna gegn misnotkun þess sem er stórt vandamál hér á landi og víðar. Neysla áfengis er sérstaklega skaðleg börnum og unglingum og getur haft skaðleg áhrif, t.d. á þroska og menntun.

Lögin eru sett á Alþingi og aðeins alþingismenn, sem eru kjörnir fulltrúar þjóðarinnar, geta breytt þeim. 
Sjá nánar á www.althingi.is.