Stefnumörkun







Sá greinilegi munur sem er á milli landa í meðaltalsneyslu á áfengi, drykkjuvenjum og tjóni af völdum áfengis gefur til kynna að laga þurfi áfengisstefnu að hverju landi og samfélagi fyrir sig. Áfengisstefna er í grófum dráttum allar beinar aðgerðir og ákvarðanir sem yfirvöld eða samtök beita til að koma í veg fyrir tjón sem hlýst af völdum áfengis.
Stefnan getur verið ákveðin aðgerð með tilliti til áfengisskaða (t.d. hækkun áfengisgjalds) eða úrræði í samræmi við forvarnastefnu eða áfengismeðferð. Stundum getur áfengisstefna leitt til ófyrirséðra vandamála eða aukið á vandann og sýnt þykir að illa grunduð stefna og ákvarðanataka getur haft slæmar afleiðingar.


Tengsl heildarneyslu og skaðsemi
Tvennt er sérlega mikilvægt í samanburði milli þjóða og þjóðfélagshópa annars vegar og milli tímabila hins vegar. Í fyrsta lagi er heildaráfengisneysla í samfélaginu mikilvægur mælikvarði á fjölda þeirra sem teljast til stórdrykkjumanna. Meðaltalsáfengisneysla á hvern fullorðinn einstakling er umtalsverð vísbending um hve marga ofdrykkjumenn er að finna á þeim slóðum og skaðinn af völdum áfengisneyslunnar tengist iðulega þeim einstaklingum. Í öðru lagi hefur fjöldi og neysluvenjur áfengisneytenda í þjóðfélaginu áhrif á tengslin á milli
heildaráfengisneyslu og skaða af hennar völdum.

Misjöfn viðhorf til ölvunar
Drykkjuvenjur eru breytilegar milli landa hvað ölvun varðar. Ölvun og hegðun undir þeim kringumstæðum er ennfremur mismunandi. Ungt fólk í Suður-Evrópu verður ekki ölvað nema í tíunda hvert skipti sem áfengis er neytt en í Norður-Evrópu verður það ölvað í flestum tilvikum þegar áfengis er neytt.

Til að draga úr skaðsemi áfengisneyslu
Greinilegur munur er á milli landa í meðaltalsneyslu á áfengi, drykkjuvenjum og tjóni af völdum áfengis gefur til kynna að laga þurfi áfengisstefnu að hverju samfélagi fyrir sig. Áfengisstefna er í grófum dráttum allar beinar aðgerðir og ákvarðanir sem yfirvöld eða samtök beita til að koma í veg fyrir tjón sem hlýst af völdum áfengis. Stefnan getur verið ákveðin aðgerð með tilliti til áfengisskaða (t.d. hækkun áfengisgjalds) eða úrræði í samræmi við forvarnastefnu eða áfengismeðferð. Stundum getur áfengisstefna leitt til ófyrirséðra vandamála eða aukið á vandann og um það verður fjallað hér. Þar gefst einnig innsýn í hvernig illa grunduð stefna og ákvarðanataka getur haft slæmar afleiðingar í för með sér.

Eftirfarandi tíu atriði standa upp úr þegar móta skal áfengisstefnu:
1) aldurstakmarkanir við áfengiskaup
2) ríkiseinkasala áfengis
3) takmarkanir á sölutímum og söludögum
4) takmarkaður fjöldi sölustaða
5) áfengisskattar
6) lög um leyfilegt magn áfengis í blóði ökumanna
7) eftirlit með ölvunarakstri
8) ökuleyfissvipting við ölvunarakstri
9) ökuleyfi með skertum réttindum handa nýjum ökumönnum
10) stutt úrræði handa fólki sem drekkur mikið (áhættuhópi)

Hverjir setja áfengisstefnuna?
Svarið mun vera breytilegt milli landa og eftir því hvaða stjórnsýslustig eða stofnun ber ábyrgð á áfengismálum í hverju landi fyrir sig. Í hverju landi á sér stað samspil milli ólíkra hagsmunaaðila. Hverju landi er nauðsynlegt að hafa lög og reglur sem mynda ramma utan um árangursríkar aðferðir til að draga úr tjóni af völdum áfengis. Í mörgum löndum er enginn sem gætir hagsmuna samfélagsins og því hvílir það oft á grasrótarfélögum að sinna því starfi.

Peningar og hugsjónir
Áfengisstefna er oft afrakstur hagsmunaárekstra milli peningaviðhorfa og hugsjóna. Það er nauðsynlegt að hafa góðan skilning á því hvernig áfengisstefna verður til og hin pólitíska umræða verður að vera opnari og taka meira tillit til þarfa borgaranna – það eru þrátt fyrir allt þeir sem eiga að fara eftir nýjum reglum og stefnum.


Heimild: Alcohol: No Ordinary Commodity – Research and Public Policy