Afglæpavæðing


Á undanförnum árum hefur víðs vegar um heim átt sér stað þróun í þá átt að milda refsingar fyrir minni háttar fíkniefnalagabrot. Portúgalar hafa taldir vera í fararbroddi í afglæpavæðingu fíkniefna eins og lesa má í eftirfarandi yfirliti yfir stöðuna í þessum málum í völdum Evrópulöndum auk Kanada.


Hugtakaskilgreining
Í grófum dráttum má segja að afglæpavæðing fíkniefna feli í sér að litið verði á fíkniefnaneyslu sem heilbrigðisvanda sem meðhöndla þurfi í heilbrigðiskerfinu frekar en dómskerfinu. Í stað þess að dæma þá sem brjóta lögin í fangelsi yrði þeim því gert að sækja meðferðarúrræði eða greiða sekt. Með lögleiðingu fíkniefna er hins vegar átt við að lög sem banna vörslu og neyslu fíkniefna yrðu felld úr gildi sem myndi gera ríkisvaldinu kleift að hafa eftirlit með og skattleggja sölu og notkun annarra fíkniefna líkt og gert er með löglegum fíkniefnum eins og á við um áfengi núna.

European Monitoring Centre for Drugs and Drug Addiction heldur úti heimasíðu þar sem hægt er að smella á einstök Evrópulönd og fá á einfaldan hátt helstu upplýsingar um lagaramma, tölfræði um notkun, meðferðarúrræði o.fl