Sterkari saman













Samstarf er lykillinn að árangri í vímuvörnum.

Minni vímuefnaneysla er hagur samfélagsins, minna framboð vímuefna og minni eftirspurn, einkum meðal barna og unglinga. Forvarnir eru þannig daglegt viðfangsefni og uppfærð þekking á þeim sviðum er lykill að góðum árangri – um leið öflugt tæki til að bæta lýðheilsu til lengri tíma.

Forvarnir í heimabyggð
Skipulagt forvarnstarfa hvetur almenning til þátttöku í vímuvörnum í heimabyggð en það skilar mestum árangri þegar unnið er með fólkinu á hverjum stað, félags- og mannauði hvers nærsamfélags.

Samtakamáttur stjórnvalda og félagasamtaka (NGO)
Reynsla af samstarfsverkefnum frjálsra forvarnasamtaka og ríkis hefur sýnt að slíkt samráð eykur skilning og samtakamátt. Verkefni eins og Stöðvum unglingadrykkju (1994-1996), Ísland án eiturlyfja (1997-2002), SAMAN hópurinn (frá 1999), SAFF (2004-2016), Heilsueflandi samfélag (frá 2007) og Heimsmarkmiðin (frá 2017) hafa haft afgerandi áhrif á viðhorf almennings til bættrar lýðheilsu.

SAFF