kannabislogo

Fræðsluátakið Bara gras? var upphaflega sett upp til að fræða foreldra um skaðsemi kannabisneyslu og kom verkefnið einkum til vegna:
1 reglulegra frétta af ræktun, framleiðslu og neyslu kannabis á Íslandi
2 viðhorfs meðal ungs fólks um að kannabis sé skaðlaust náttúrulegt efni
3 stóraukinnar markaðssetningar kannabis á netinu
4 óska foreldra um upplýsingar og fræðslu um áhrif og skaðsemi kannabisneyslu

Nafnið
Áberandi á samfélagsmiðlum er framsetning efnis til ungmenna að kannabisneysla sé hættulaus og hafi frekar jákvæð áhrif á neytandann enda sé kannabis náttúruleg afurð sem jafnvel sé notuð í baráttu gegn krabbameini.  Sem slanguryrði er orðið „gras“ notað yfir kannabisreykingar líklegast til aðgreiningar frá hassinu sem er m.a. þéttara í sér en kannabis. Meðal ungmenna sem hafa ánetjast kannabis er talað um „bara gras“ til að ýta undir að skaðsemin sé orðum aukin en lang flestar heimildir benda þó til að „bara gras“ sé skaðlegt vímuefni sem auðvelt er að ánetjast. Því ákvað verkefnhópurinn um fræðslu til foreldra að kalla verkefnið „Bara gras“ og bæta við „?“ til að ítreka vafann um skaðleysið. Er kannabis bara gras?  Fræðsluverkefnið gefur fólki afgerandi svar við þessari spurningu.

Markmið
Yfirskrift fræðsluverkefnisins hefur það megin markmið að koma upplýsingum til foreldra og annarra forráðamanna barna um skaðleg áhrif kannabisneyslu; hass, marijúana (gras).  Verkefnið var fyrst sett upp 2011 og voru haldnir fræðslufundir fyrir foreldra um land allt.  En stöðugar fréttir af aukinni ræktun og neyslu kannabis hefur verið Forvarnamiðstöðinni hvatning til að halda áfram verkefninu og reyna með sama hætti að boða foreldra til fræðslufunda í heimabyggð um skaðsemi kannabisneyslu.

Framkvæmdin, málþing um land allt
Verkefnið er einfalt í framkvæmd. Haldin eru málþing undir heitinu „Bara gras?“ sem skipulögð eru af félagasamtökum á hverjum stað með aðstoð heimafólks í hverju byggðarlagi. Fyrirlesarar á málþingunum koma af viðkomandi svæðum eða nærsamfélagi en markmiðið með því er;

að virkja til samstarfs foreldra og aðila í heimabyggð,
að varpa ljósi á aðstæður í heimabyggð, ástandi og þróun og
að skoða möguleika nærsamfélagsins til viðbragða og úrræða.

Málþing verði haldin um allt land á hverju ári þar sem næg samvinna og þátttaka næst til undirbúnings og kynningar.

UM KANNABIS

Baragrasbækl21