Covid 19 og áfengi
Áfengisneysla veitir enga vörn gegn COVID-19 og hindrar ekki smit
Helstu staðreyndir um áfengi og COVID-19
A) Neysla áfengis grandar vírusnum ekki, en áfengisneysla eykur líkurnar á heilsufarskvillum hjá þeim sem smitast af vírusnum. Áfengi (í styrkleika yfir 60%) sótthreinsar húðina en hefur ekki sótthreinsandi áhrif innvortist við neyslu.
B) Neysla sterkra áfengra drykkja drepur vírusinn ekki við innöndun, sótthreinsar hvorki munninn né kokið og veitir enga vörn gegn COVID-19.
C) Áfengi skaðar ónæmiskerfið og hvorki örvar það né eykur mótstöðu gegn vírusum.
Áfengi: Það sem á að gera og það sem á ekki að gera meðan á COVID-19 faraldrinum stendur
• Forðastu áfengi alveg til að bæla ekki niður ónæmiskerfið og stefna þar með eigin heilsu og heilsu annarra í hættu.
• Vertu edrú svo þú getir staðið vörð um sjálfan þig, þína nánustu og samfélagið, og svo þú getir brugðist snarlega við og tekið ákvarðanir skýr í kollinum. • Ef þú neytir áfengis, gerðu það í eins litlu magni og hægt er og forðastu að verða ölvaður.
• Forðastu að reykja þegar þú drekkur og öfugt: Fólk á það til að reykja, eða reykja meira, þegar það drekkur. Reykingar eru tengdar við alvarlegri og hættulegri framgang COVID-19. Mundu að reykingar innandyra ætti að forðast þar sem þær skaða aðra á heimilinu.
• Gættu þess að börn og ungmenni hafi ekki aðgang að áfengi, og ekki drekka nálægt þeim – vertu góð fyrirmynd.
• Ræddu við börn og ungmenni um vandamálin sem tengjast áfengisneyslu og COVID-19, eins og brot á sóttkví og reglum um líkamlega fjarlægð milli einstaklinga, en slík brot geta aukið á alvarleika faraldursins.
• Fylgstu með skjátímanotkun barna þinna, þar sem netmiðlar og sjónvarp eru uppfull af áfengisauglýsingum sem og röngum upplýsingum sem geta flýtt fyrir því að börn byrji að drekka og aukið áfengisnotkun þeirra.
• Aldrei blanda áfengi saman við lyf, þó þau séu jurtalyf eða ólyfseðilskyld lyf, því það gæti dregið úr virkni þeirra, eða aukið virkni þeirra svo þau verði hættuleg.
• Ekki neyta áfengis ef þú tekur lyf sem hafa áhrif á miðtaugakerfið (þ.e. verkjalyf, svefntöflur, þunglyndislyf o.þ.h.), en áfengi gæti truflað starfsemi lifrarinnar og valdið lifrarbilun eða öðrum alvarlegum veikindum.
Það sem er mikilvægast að muna:
Þú ættir aldrei að neyta áfengis í þeim tilgangi að hindra COVID-19 smit eða sem lækningu við vírusnum.
UPPLÝSINGARNAR KOMA FRÁ:
Carina Ferreira-Borges, framkvæmdarstjóri á sviði áfengis, eiturlyfja og fangelsismála, sá um gerð þessa bæklings,
undir stjórn dr. João Breda, framkvæmdarstjóra Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar fyrir forvarnir
gegn smitlausum sjúkdómum, og með ráðgjöf neyðarviðbragðshóps heilbrigðismála
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og höfuðstöðva
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Genf í Sviss.
Höfundur textans er Maria Neufeld, ráðgjafi Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar fyrir forvarnir gegn
smitlausum sjúkdómum. Carina Ferreira-Borges, framkvæmdarstjóri á sviði áfengis, eiturlyfja og fangelsismála, sá um
ritstjórn, sem og Maristela Monteiro, aðalráðgjafi á sviði áfengismála hjá Pan American Health Organization.
Aðrir sem komu að gerð bæklingsins eru Elena Yurasova, tæknifulltrúi Rússlandsskrifstofu
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar; Jürgen Rehm, aðalvísindamaður Centre for Addiction and Mental Health,
Torontó, Kanada; Khalid Saeed, svæðisráðgjafi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hjá skrifstofu austanverðs
Miðjarðarhafs; Isabel Yordi Aguirre, framkvæmdarstjóri kven- og mannréttinda Evrópuskrifstofu
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar; Jonathon Passmore, framkvæmdarstjóri forvarna gegn ofbeldi og áverkum hjá
Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar; Michael Thorn, ráðgjafi Evrópuskrifstofu
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar fyrir forvarnir gegn smitlausum sjúkdómum; og Vladimir Poznyak,
samræmingaraðili yfirstjórnar fíknimála hjá höfuðstöðvum Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.
Útgáfan var styrkt af ríkisstjórn Noregs, Þýskalands og Rússlands í samstarfi við Evrópuskrifstofu
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar fyrir forvarnir gegn smitlausum sjúkdómum.
© Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin