• Post category:Vímuvarnir
  • Post published:18. júní, 2023
You are currently viewing Foreldrasamtök mótmæla áfengissölu stórmarkaða

Foreldrasamtök mótmæla áfengissölu stórmarkaða

Á FB síðu Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum birtust nýverið viðbrögð samtakanna gegn fyrirhugaðri áfengissölu stjórmarkaða, sem hyggjast feta í sömu fótspor og netsölufyrirtæki gerðu með sölu áfengis frá síðasta ári. Í samantekt samtakanna segir m.a.: Dómsmálaráðherra fagnar ólöglegri áfengissölu í stórmarkaði! Í hvaða landi fagnar ráðherra dómsmála algerlega augljósum lögbrotum? Sorgleg lágkúra og virðingarleysi. Ef þetta er svona rosalega „löglegt“ hvers vegna er þá búið að leggja fram frumvarp eftir frumvarp eftir frumvarp, ár eftir ár, í þágu ítrustu sérhagsmunaaðila, áfengisbransans. Í hverra þágu starfar dómsmálaráðherra?
Er það hlutverk ráðherra að gerast „andlit“ rándýru en efnislega innihaldslausu markaðsátaki Félags atvinnurekenda við að koma á áfengissölu alls staðar sem einkaframtakið má hugsanlega á henni græða? Að þessu sinni með alþjóðlegu verslunar keðjuna Costco í öndvegi, sem í verki gefur íslenskum lögum fingurinn og gengur af einurð gegn almennum lýðheilsu- og velferðar- og barnaverndarsjónarmiðum.

Viðbrögð margra láta ekki á sér standa og samtökin hafa fylgt eftir þessum athugasemdum sínum á FB síðu samtakanna HÉR.

Deila