Fyrstu árin var FORVARNAMIÐSTÖÐIN, starfsstöð FUNA, staðsett á Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík en vegna samdráttar og áhrifa frá veirufaraldri COVID var ákveðið að flytja af Suðurlandsbrautinni og er starfsemin nú með aðsetur í Lautasmára í Kópavogi.
Frá 2020 hefur skammstöfun á Forvarnamiðstöðinni, FOMS, verið bætt við til að auðvelda aðgengi að vefsíðu- og kynningarvinnu verkefna.
Unnið er að margvíslegum verkefnum hjá FORVARNAMIÐSTÖÐINNI hverju sinni eftir því sem fjárhagur og mannskapur leyfir. Afar erfiðar rekstraraðstæður voru á Covid tímanum (2020-2022) og ekki eins mikill slagkraftur í uppbyggingu starfsins eins og annars væri.
Guðni Björnsson hefur verið verkefnastjóri frá byrjun og heldur auk þess utan um útgáfu, vef- og heimasíðu FOMS.
Forvarnamiðstöðin foms.is