Forvarnastarf er besta leiðin til að draga úr útbreiðslu, neyslu og skaðsemi vímuefna og verður að byggast hverju sinni á víðtækri þekkingu um skaðsemi efnanna ekki síður en þekkingu á fyrirbyggjandi áhrifaþáttum. Vímuefnaneysla er vaxandi vandi í heiminum og markaðssetning og útbreiðsla vímuefna aldrei verið eins mikil ógn við heilbrigt líf og lýðheilsu þjóða. Með góðu aðgengi að sannreyndri þekkingu verður forvarnastarfið mun markvissara.