Eins og mörg undanfarin ár verður hvatningaverkefni Forvarnamiðstöðvar GLEÐJUMST ALLSGÁÐ Í SUMAR sýnilegt á samfélagsmiðlum og fréttavefsvæðum. Að venju er vakin athygli á þáttum sem mest varða afleiðingar áfengis- og vímuefnaneyslu fólks yfir sumartímann; unglingadrykkju, ölvunarakstur og almenna ölvun. Hvatningatextinn Gleðjumst allsgáð verður látin flæða um annað upplýsinga og fréttefni yfir sumarmánuðina júní, júlí og ágúst. Almennum texta um verkefnið er svo komið fyrir á vefsvæðum Forvarnamiðstöðvar, FB síðu FUNA og nýrri heimasíðu sem fer í loftið í júní.

1.
Viðhorf foreldra hafa mikil áhrif á vímuefnaneyslu barna.
Vinnum gegn neyslu vímuefna meðal barna og ungmenna með því að sýna árvekni:
– Kaupum ekki áfengi fyrir börn og unglinga
– Styðjum börn og ungmenni til þroskandi og uppbyggilegra viðfangsefna
– Verjum tíma með börnum okkar
– Verum góðar fyrirmyndir
– Tökum skýra afstöðu gegn vímuefnaneyslu barna

Rannsóknir sýna að tengsl eru á milli ýmissa neikvæðra hliða áfengis- og vímuefnaneyslu og þess að hefja neyslu áfengis á unga aldri. Áfengisneysla eykst verulega frá vori síðasta bekkjar í grunnskóla og fram á haust fyrsta bekkjar í framhaldsskóla:
– Meiri líkur eru á vandamálum í æsku, s.s. samskiptavanda við foreldra og fjölskyldu 
– Meiri líkur eru á vandamálum tengdum námi og skólagöngu 
– Meiri líkur eru á neyslu ólöglegra vímuefna 
– Meiri líkur eru á misnotkun og mikilli og skaðlegri áfengisneyslu á fullorðinsaldri 

2.
Akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna er ein af þremur algengustu orsökum banaslysa í umferðinni. Auk þess verða margir fyrir alvarlegu heilsutjóni, jafnvel ævarandi örorku, vegna ölvunaraksturs:
– Ökumenn hafið í huga að ekki er hægt að flýta fyrir niðurbroti vínanda í blóði með neinum hætti 
– Kaffidrykkja, köld sturta, líkamsæfingar eða annað slíkt leiðir ekki til þess að það renni hraðar af fólki
– Ófrávíkjanleg regla ætti að vera að aka aldrei undir áhrifum vímugjafa.
– Geymum bílinn heima, fáum far með einhverjum sem er allsgáður eða tökum leigubíl
– Setjumst aldrei í bíl með bílstjóra undir áhrifum vímuefna
– Tilkynnum vímuakstur til lögreglu

3.
Ölvun og vímuástand
slævir dómgreind, dregur úr hæfni til að draga ályktanir og hugsa rökrétt.
– Vímuð manneskja getur orðið sjálfum sér og öðrum til mikils ama og verið hættuleg
– Vímuástand býður margs konar hættu heim og auknum líkum á slysum og ofbeldi


Sýnum ábyrgð og árverkni á hátíðum sumarsins