You are currently viewing Aldrei fleiri látist úr ofskammti lyfja

Aldrei fleiri látist úr ofskammti lyfja


Hátt í 240 einstaklingar leituðu sér aðstoðar hjá SÁÁ á síðasta ári, vegna ópíóíðafíknar og hafa aldrei verið fleiri. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs segir fleira ungt fólk sækja í lyfin en áður.

Þeir ópíóíðar sem ganga kaupum og sölum á svörtum markaði hér á landi, eru til dæmis Oxycontin, Pregabalin, Fentanyl og Contalgin. Sífellt fleiri sjúklingar sem fara í endurhæfingu á Vogi hafa ánetjast sterkum verkjalyfjum, eða ópíóíðum og segir framkvæmdastjórinn vandann aldrei meiri. „Ópíóíðarnir eru svo sannarlega hættuleg neysla þannig er mjög uggvænlegt að það aukist. Það mun hafa fleiri dauðsföll í för með sér“ sagði Valgerður.

Ópíóíðafíkn hefur orðið veigameira vandamál á Vogi undanfarin ár, þeir voru aðeins um 6% sjúklinga fyrir tíu árum. Hún segir ópíóíðafíkn hafa orðið áberandi hér á landi árin eftir aldamót, þá hafi orðið fjöldi dauðsfalla, þegar fólk sprautaði verkjalyfjunum í æð og lést vegna ofskömmtunar. Þá var ráðist í ýmsar aðgerðir og tókst að draga verulega úr neyslunni.

Valgerður segir að nú gæti verið tímabært að grípa enn fastar í taumana.

Heimild: RUV
FOMS

Deila