You are currently viewing ÁTVR setur bindindisfólk út í kuldann

ÁTVR setur bindindisfólk út í kuldann

Vínbúðin hefur hætt sölu á óáfengu víni og hyggst ekki bjóða upp á neina áfengislausa kosti í náinni framtíð. Aðstoðarforstjóri ÁTVR segir það ekki hlutverk þess að vera í samkeppni við matvöruverslanir um sölu á þessum tegundum drykkja.
Forsvarsmenn Akkúrat sem óskuðu eftir því að fá áfengislausa drykki sína inn í vöruúrval Vínbúðarinnar en stjórnendur ÁTVR höfnuðu umsókninni og ákváðu að hætta alfarið sölu á áfengislausum drykkjum. Akkúrat flytur meðal annars inn áfengislausan bjór undir merkjum Lucky Saint og áfengislausa kokteila frá Highball.

„Þau rökstuddu ákvörðunina þannig að áfengislausar vörur hefðu ekki selst vel. Mér finnst það skondin skýring þar sem fram að þessu hafði úrvalið verið lélegt og eftirspurnin aukist gífurlega á síðustu árum samhliða gæðum drykkjanna,“ segir Andri Árnason, einn eigenda Akkúrat, í samtali við Viðskiptablaðið.
Haft er eftir Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, að áður hafi ÁTVR ávallt boðið upp á eina til tvær tegundir af óáfengum vínum en ákveðið hafi verið að hætta því þar sem salan sé ótengd einkaleyfi ÁTVR.


Frétt úr FB 16.6.22

Deila