You are currently viewing Blý í rafrettum veldur greindarskerðingu
Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum

Blý í rafrettum veldur greindarskerðingu

Rannsóknir sýna að lífshættulegt magn þungmálma líkt og blýs er að finna í rafrettum. Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum segir mikið magn blýs, sérstaklega hjá börnum, geta haft óafturkræf áhrif á miðtaugakerfi og heilastarfsemi.

Í nýlegri umfjöllun BBC segir að fundist hafi mikið magn blýs, nikkels og króms í rafrettuvökvum. Fram kemur að flestir vökvarnir hafi verið ólöglegir en Neytendastofa hérlendis hefur talið að enn sé mikið af rafrettum og rafrettuvökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir.

„Samkvæmt þessari grein er talað um örugg mörk á blýi en Alþjóðaheilbrigðisstofunin heldur fast í að það eru engin örugg mörk á blýi. Ástæðan er sú að blý getur safnast upp í líkamanum og er sérlega hættulegt börnum. Börn taka upp fjórum til fimm sinnum meira blý en fullorðnir,“ segir Lára í samtali við Vísi og bætir við: „Þetta getur haft alvarleg áhrif á taugakerfið og þroska þess og valdið greindarskerðingu og hegðunarvandamálum eins og athyglisbresti og andfélagslegri hegðun.“

Úr visir.is júní 2023.

Deila