You are currently viewing Lögvarinn réttur barna gegn áfengisáróðri
Gegn áfengisauglýsingum

Lögvarinn réttur barna gegn áfengisáróðri

Áhrif áfengisauglýsinga á lýðheilsu eru viðurkennd og hér á landi eru börn og ungmenni sérlega varin í lögum fyrir auglýsingum sem geta aukið ásókn þeirra í áhættuhegðun eins og neysla áfengis er. Þrátt fyrir viðleitni löggjafans til að takmarka flæði auglýsinga þá rignir á hverju ári inn miklu magni af alls kyns kynningar- og auglýsingaefni á flest öllum miðlum landsins, prent og ljósvakamiðlum auk þess sem veraldarvefurinn streymir nær óheftu auglýsingaefni til þeirra sem hafa aðgang að tölvu. Við ramman reip er að draga í viðleitni þeirra sem eru að vekja athygli þessum áfengisáróðir sem beinist að börnum og ungmennum sem skilar litlum breytingum. Þótt um augljós lögbrot sé að ræða og þau tilkynnt til lögreglu fylgja sjaldan saksóknir hvað þá dómsorð til refsingar en með þessum aðferðum áfengisfyrirtækja með brotum á íslenskum lögum greiða fyrirtækin óverulegan fórnar- og auglýsingakostnað, hvað þá nokkurn og „hagnast“ þannig beint á lögbrotum.

Árni Guðmundsson


Enn á ný hafa Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum sett í gang hvatningaátak gegn þessari óværu í íslenskri áfengismenningu. Árni Guðmundsson, aðjunkt og sérfræðingur í æskulýðsmálum við HÍ, hefur staðið fyrir þessum samtökum um árabil og heldur hér áfram að leggja sín vog á skálar réttlætis og forvarna fyrir bættum hag barna og ungmenna, með því að birta ábendingu á samfélagsmiðlum um lögvarinn rétt barna gegn áfengisáróðri.

Sjá FB síðu Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum
Markaðssetning


Deila