You are currently viewing „Fíkni­efna­neysla á Íslandi í reynd mjög lít­il“

„Fíkni­efna­neysla á Íslandi í reynd mjög lít­il“


„Ísland leyfði bjórinn árið 1989 en er ekki lík­leg­ur brautryðjandi að breyttri fíkni­efnapóli­tík,“ er haft eftir Helga Gunnlaugssyni, prófessors í félagsfræði við HÍ, í nýlegu Morgunblaðsviðtali (mbl.is). Hvort Helgi hafi í huga aukna áfengisneyslu í kjölfar bjórsins skal ásagt látið en Helgi segir fíkniefnavandann alþjóðleg­an og að far­sæl­ast sé að leysa hann í sam­starfi við aðrar þjóðir.

Oft er sagt að stríðið gegn fíkni­efn­um sé tapað en Helgi er þeirr­ar skoðunar að það sé orðum aukið. „Þegar allt kem­ur til alls er fíkni­efna­neysla á Íslandi í reynd mjög lít­il og miklu minni en til dæm­is áfeng­isneysla. Hugs­an­lega er pott­lok á þess­um markaði sem bannið veit­ir þótt andstaðan við fíkni­efni sé einnig fé­lags- og menn­ing­ar­leg. Brýn­ast er að nálg­ast bet­ur fólk með fíkni­vanda eins og þau sem sprauta sig í æð og huga að for­vörn­um.“ Helgi minn­ir á að dregið hafi úr áfeng­is­vanda ungs fólks um og eftir aldamótin síðustu, auk þess sem veru­lega hafi dregið úr tób­aksnotk­un á Íslandi. Í dag er „ís­lenska for­varn­amód­elið Pla­net Youth“ kynnt sem árangursrík leið í forvarnastarfi meðal ungmenna víða um heim (mbl.is). Með „íslenska módelinu“ er lögð áhersla á að for­varn­ir skipti mjög miklu máli í baráttunni við vímuefnavandann.


Engar sögur fara enn af því hvort eða hvernig „Planet Youth“ dragi úr vandanum en líklegast er að forvarnastarf frjálsra félagasamtaka á Íslandi á 9. og 10. áratug síðustu aldar hafi lagt grunninn að minnkandi áfengisneyslu unglinga sem birtist fyrst í rannsóknum um síðustu aldamót. Árin 1993 – 1995 var t.a.m. blásið til átaksins Stöðvum unglingadrykkju af forvarna- og foreldrasamtökum með þátttöku heimila, foreldra og skóla, félagasamtaka og stofnana um land allt og með virkari þátttöku samfélagsins alls urðu þannig til skýrari reglur um útvistartíma barna, fræðslu- og leitarstarf í grunnskólum, mikilvægi frístundastarfs, mikilvægi samveru barna og foreldra, notkun foreldrasáttmála og foreldrarölts, samstarf lögreglu og sveitarfélaga gegn landasölu og auknum mæli þátttaka og samráð ríkis og félagasamtaka í forvörnum, svo eitthvað sé nefnt. Þessu átaki var svo fylgt eftir með verkefnum embættis- og stjórnmálafólks eins og ECAD (Europian Cytis Against Drugs) hjá Reykjavíkurborg og landsátakið Ísland án eiturlyfja 2002, en líklegast er að samtakamátturinn hafi lagt grunninn að „íslensku leiðinni“ í forvörnum, þ.e. hvernig allir gengu í takti að sömu markmiðum í áfengis- og vímuvörnum meðal barna og unglinga.

Stríð gegn fíkniefnum tapað; gagnslaus samlíking!

En hver er staðan í forvörnum hér þegar kemur að öðrum fíkniefnum en áfengi? Að áliti Mar­grét­ar Valdi­mars­dótt­ur, doktors í af­brota­fræði og dós­ents í lög­reglu­fræði við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, er mik­il­vægt til dæm­is að hætta að tala um stríð gegn fíkni­efn­um, slík samlíking geri ekk­ert gagn. En Margrét telur umræðuna um af­glæpa­væðingu neyslu­skammta gagn­lega enda sé þar verið að koma til móts við verst stadda hóp­inn sem lifi og hrær­ist í heimi sem um­fram annað ein­kenn­ist af of­beldi og eymd. „Í þeim heimi er mikið um af­brot af öðru tagi og úr því vilj­um við draga. Við meg­um samt ekki láta eins og eina lausn­in sé að lög­leiða fíkni­efni. Fíkni­efni eru auðvitað ekki hættu­laus, þau geta verið mjög skaðleg. Það á ekki síst við um and­lega heilsu en fólk sem er veikt fyr­ir leit­ar gjarn­an í neyslu (mbl.is).“

Margrét telur þessa umræðu þrátt fyr­ir allt hafa breyst mikið hér á landi und­an­farin ár, flest­ir séu hætt­ir að líta á það sem al­var­leg­an glæp að nota fíkni­efni. Að sögn Mar­grét­ar er ósenni­legt að af­glæpa­væðing­ auki fíkni­efna­neyslu ungs fólks, það sé til dæm­is magnað að sjá hversu mikið áfeng­isneysla ung­menna á Íslandi hefur dregist saman á umliðnum 20 til 30 árum. Þökk sé aðferðum í for­vörn­um meðal barna og unglinga og vitnar Margrét þar líklegast til forvarnastarfs á 9. og 10. áratug síðustu aldar þar sem markmiðið var að bregðast við stóraukinni áfengisneyslu barna.

Heimildir
Morg­un­blaðið 18. júní 2022. 

Deila