• Post category:Lýðheilsa
  • Post published:3. mars, 2023
You are currently viewing Íslensku lýðheilsuverðlaunin veitt í vor

Íslensku lýðheilsuverðlaunin veitt í vor

Forseti Íslands hefur tilkynnt um ný verðlaun, Íslensku lýðheilsuverðlaunin, sem efnt er til í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis, Geðhjálp og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Ráðgert er að veita lýðheilsuverðlaunin í fyrsta sinn í vor og er óskað tillagna frá almenningi um hver ættu að hljóta þessa viðurkenningu fyrir framlag til eflingar lýðheilsu á Íslandi. Markmiðið er að vekja athygli á á mikilsverðu framlagi á sviði lýðheilsu og auka með þeim hætti áhuga á bættri heilsu og líðan almennings.

Stjórnarráðið

Deila