You are currently viewing Leyfa netverslun með áfengi – frumvarp í haust?

Leyfa netverslun með áfengi – frumvarp í haust?

Dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp í haust sem heimilar netverslun með áfengi en engin samstaða er um málið innan ríkisstjórnarinnar. Lögmæti netverslunar með áfengi er dregið í efa en flest slík fyrirtækin hafa verið rekin á erlendri kennitölu. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vill eyða þessari óvissu með því að heimila fyrirtækjum með íslenska kennitölu að starfrækja netverslun með áfengi og leggur enn og aftur fyrir frumvarp þessa efnis núna í nóvember. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að það er svolítið langt á milli flokka þegar kemur að sjónarmiðum en ég sé ekki mikinn mun á því hvort að menn kaupa í gegnum innlenda eða erlenda vefverslun,“ sagði Jón í frétt um málið hjá ruv.is 19. september sl.

Ertu ekki með þessu þessu frumvarpi að afnema einokun ÁTVR?

„Ja hvenær rofnaði hún? Var hún ekki rofin til að mynda með því að það er ekkert vandamál að flytja inn vín sjálfur. Kaupa vín af erlendum vefverslunum, hvort sem er hér í Evrópu eða annars staðar. Það koma hér heilu brettin jafnvel heilu gámarnir í slíkum innflutningi á hverju ári. Var einokunin rofin þá eða er verið að rjúfa hana núna? Eða rauf ég hana með frumvarpinu sem var samþykkt í vor með sérstöku leyfi fyrir brugghúsin, bæði með sterkt vín og öl?“ segir Jón.

Hann segir viðbúið að frumvarpið verði umdeilt.

„Það segir það ekki endilega að það verði einhver samstaða milli ríkisstjórnarflokkanna í þessu máli. Ég geri mér alveg grein fyrir því að það er svolítið langt á milli flokka þegar kemur að sjónarmiðum,“ segir Jón

Deila