Í dag 24. febrúar var tilkynnt í húsnæði ÍSÍ í Laugardal um úthlutun úr Lýðheilsusjóði fyrir árið 2023. Í ár bárust 234 umsóknir í sjóðinn og sótt var um styrki að upphæð um 440 milljónir til margvíslegra verkefna. Veittir eru styrkir til 150 verkefna og nema þeir samtals 86.830,000 krónum, því reyndist ekki unnt að veita styrki til margra góðra verkefna en framlag úr Lýðheilsusjóði drógust saman á milli áranna 2022 og 2023.
Heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson sagði við þetta tækifæri að stjórnvöld legðu í störfum sínum aukna áherslu á lýðheilsu og forvarnamál enda skilaði það starf sér margfallt til baka fyrir samfélagið. Hann sagðist vilja beita sér fyrir því að aukin framlög kæmu í þennan mikilvæga málaflokk og með því að endurtaka þá kröfu nógu oft myndi það að lokum skila hærri upphæðum af fjárlögum.
Ráðherra þakkaði starfsfólki Landlæknis fyrir að undirbúa þessa úthlutun og styrkþegum fyrir flott forvarnaverkefni sem bera öll vott um mikilvægt og fjölbreytt starf í þágu bættrar lýðheilsu.