FUNI, félag um forvarnir, var stofnað með það að markmiði að efla vímuvarnir og virkja vettvang fólks með sameiginlegan áhuga og sýn á mikilvægi forvarna. Félaginu er ætlað að:
– efla forvarnir og styrkja áhuga og þekkingu fólks á vímuvörnum
– safna og miðla upplýsingum og fræðsluefni um skaðsemi ávana- og vímuefna
– hvetja og virkja fólk, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök til samstarfs í vímuvörnum
– veita ráðgjöf og fræðslu fyrir skóla, foreldra og ungt fólk um forvarnir og heilsueflingu
– styrkja fjölbreyttni verkefna á sviði lýðheilsu, forvarna og heilsueflingar
– eiga og starfrækja FORVARNAMIÐSTÖÐINA foms.is
AUKIN ÞEKKING – MINNI VÍMUEFNANEYSLA
Minni vímuefnaneysla er hagur allra, að dregið sé úr framboði vímuefna og eftirspurn einkum meðal barna og unglinga. Forvarnir eru daglegt viðfangsefni og þekking á því hvernig forvarnir virka er lykill að meiri árangri í vímuvörnum og um leið öflugt tæki til að bæta lífsgæði fólks.
VÍÐTÆKAR FORVARNIR Í HEIMABYGGÐ
Áherslu á virkni almennings í vímuvörnum og þátttaka fólks í heimabyggð þarf að taka mið stöðu félags- og mannauðs hvers nærsamfélags.
SAMTAKAMÁTTUR FRJÁLSRA FÉLGASAMTAKA (NGO)
Löng reynsla af samstarfsverkefnum frjálsra félagasamtaka og stjórnvalda hefur sýnt að slíkt samráð í forvörnum eykur virkni og nýsköpun. Verkefni eins og Stöðvum unglingadrykkju (1994), Ísland án eiturlyfja (1997), SAMAN (1999), SAFF (2004), Heilsueflandi samfélag (2007) og Heimsmarkmiðin (2019) hafa haft markviss áhrif.
ALÞJÓÐLEGT SAMSTARF Í VÍMUVÖRNUM
Á Íslandi er áralöng hefð fyrir þátttöku almannasamtaka í vímuvörnum og þar sem vímuefnavandinn leggst jafnt á öll lönd og heimsálfur tekur starfsemi FUNA mið af því alþjóðastarfi sem líklegt er til árangurs við uppbyggingu forvarna.
…….
Hvernig er starfið?
Skipurit FUNA gefur skýra mynd af stefnu og starfsemi FUNA og þeim verkefnum sem Forvarnamiðstöðin FOMS stendur fyrir á hverjum tíma.
Útgáfa
Í Forvarnamiðstöðinni er m.a. unnið að útgáfu tímarits um vímuefnamál þar sem er fjallað um fræðsluefni, vímuvarnir, rannsóknir, vímulausan lífsstíl og frásagnir og viðtöl við fólkið á gólfinu.
Samstarf
Starfsfólk Forvarnamiðstöðvar leggur áherslu á að vinna með öllum opinberum- og einkaaðilum sem snerta við málefnum vímuvarna á Íslandi hverju sinni; skólum, sveitarfélögum, Alþingi, heimilum og fyrirtækjum.
Sívirk miðlun
Á hverjum tíma er unnið að miðlun upplýsinga um vímuvarnamál og er sívirk miðlun rétt lýsing á þeim verkefnum. Áhersla er lögð á útvíkun miðlunar í gegnum stafræna tækni ss sjalltæki og appsmíði um vímuvarnir. Einnig stendur Forvarnamiðstöðin fyrir þjálfun og skólun leiðbeinenda sem heimsækja skóla og fyrirtæki í forvarnaskyni.
Ráðgjöf
Í Forvarnamiðstöðinni er veitt ráðgjöf um vímuvarnir og hvers kyns forvarnastarf því tengdu. Ráðgjöf vegna fyrirbyggjandi þátta í forvörnum, fræðslu eða upplýsingamiðlun fyrir skóla og heimili auk ráðgjafar fyrir fólk í vanda og foreldra barna í vímuvanda, er aðgengileg í þjónustusímann 8520253, með tölvupósti funi@forvarnamidstodin.is eða með heimsókn fólks í Forvarnamiðstöðina FOMS í Kópavogi. FUNI leggur áherslu á að ráðgjafaþjónustan í Forvarnamiðstöð sé í höndum fagfóks með viðeigandi menntun og reynslu af vímutengdum vandamálefnum.
HJÁLPARLÍNA: 8520253
Viðtöl og ráðgjöf hjá FORVARNAMIÐSTÖÐINNI FOMS
funi@foms.is