You are currently viewing Mega selja áfengi beint frá framleiðanda

Mega selja áfengi beint frá framleiðanda

Frumvarp um að heimila sölu á áfengi á framleiðslustað var samþykkt sem lög á Alþingi 15. júní sl. Lögin taka gildi 1. júlí nk.

Frumvarpið var samþykkt samhljóða af þeim 54 þingmönnum sem voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna.

Upphaflega áttu lögin að taka gildi 1. janúar á næsta ári en þingmenn samþykktu breytingatillögu Bryndís Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að þau tækju gildi strax 1. júlí.

Í greinargerð með tillögunni sagði Bryndís að mikilvægt væri að lögin tækju gildi fyrr svo að unnt yrði að bjóða upp á sölu á framleiðslustað á háannatíma ferðaþjónustunnar í sumar.

Deila