Ungt fólk hefur mun síður leitað í meðferð á Vogi síðustu þrjú ár og er um að ræða gríðarlega fækkun. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga á Vogi, segir að skoða þurfi betur hvers vegna svo sé en ljóst sé að þarna séu á ferðinni jákvæðar fréttir og þýði að færri séu að neyta efnanna.
Ungt fólk í neyslu sé hinsvegar gjarnan í alvarlegri neyslu og um helmingur einstaklinga sem kemur á Vog að nota kókaín og eins og hefur verið margumtalað, ópíóíðana. Þeir eru í hæsta hlutfalli í þessum yngsta neytendahópi að sögn Valgerðar. En neytendahópurinn sé minni en áður og segir Valgerður að Covid hafi þar haft mikil áhrif. Þróunin sé hafi hinsvegar verið í þessa átt frá því um aldamótin. Ásókn í áfengi hefur aukist og þá er það öðruvísi að ásókn í róandi lyf og þessi löglegu vímuefni líkt og áfengi og ópíóða, hún jókst á Covid tímanum.
Áfengið er ennþá stærsta og alvarlegasta vandamálið, langflestir fá greiningu á áfengisfíkn þó þeir noti oft mikið önnur vímuefni að sögn Valgerðar. Hún segir blandaða neyslu mjög algenga, sérstaklega hjá yngri hópum. Þar séu neysla kókaíns, kannabis og áfengis mjög algeng. Miklu máli skipti að ná unga fólkinu með áfengisfíkn áður en það leiðist út í önnur efni. Að grípa snemma inn í af því að það er þess virði að vera með snemminngrip í meðferð eða einhverskonar inngrip og aðgerðir strax og skoða áhættuhegðun hjá ungu fólki. Það skilar mestum árangri, segir Valgerður enn fremur í viðtali á visi.is