You are currently viewing Mikil fækkun ungs fólks á Ís­landi sem fer í með­ferð
Valgerður Rúnarsdóttir forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga á Vogi

Mikil fækkun ungs fólks á Ís­landi sem fer í með­ferð

Ungt fólk hefur mun síður leitað í með­ferð á Vogi síðustu þrjú ár og er um að ræða gríðar­lega fækkun. Valgerður Rúnarsdóttir, for­stjóri og fram­kvæmda­stjóri lækninga á Vogi, segir að skoða þurfi betur hvers vegna svo sé en ljóst sé að þarna séu á ferðinni já­kvæðar fréttir og þýði að færri séu að neyta efnanna.

Ungt fólk í neyslu sé hins­vegar gjarnan í al­var­legri neyslu og um helmingur ein­stak­linga sem kemur á Vog að nota kókaín og eins og hefur verið marg­um­talað, ópíóíðana. Þeir eru í hæsta hlut­falli í þessum yngsta neyt­enda­hópi að sögn Valgerðar. En neyt­enda­hópurinn sé minni en áður og segir Val­gerður að Co­vid hafi þar haft mikil á­hrif. Þróunin sé hafi hins­vegar verið í þessa átt frá því um alda­mótin. Á­sókn í á­fengi hefur aukist og þá er það öðru­vísi að á­sókn í róandi lyf og þessi lög­legu vímu­efni líkt og á­fengi og ópíóða, hún jókst á Covid tímanum.

Áfengið er enn­þá stærsta og al­var­legasta vanda­málið, lang­flestir fá greiningu á á­fengis­fíkn þó þeir noti oft mikið önnur vímu­efni að sögn Valgerðar. Hún segir blandaða neyslu mjög al­genga, sér­stak­lega hjá yngri hópum. Þar séu neysla kókaíns, kanna­bis og á­fengis mjög al­geng. Miklu máli skipti að ná unga fólkinu með á­fengis­fíkn áður en það leiðist út í önnur efni. Að grípa snemma inn í af því að það er þess virði að vera með snemminngrip í meðferð eða einhverskonar inngrip og aðgerðir strax og skoða áhættuhegðun hjá ungu fólki. Það skilar mestum árangri, segir Valgerður enn fremur í viðtali á visi.is

Deila