• Post category:Fréttir
  • Post published:2. apríl, 2023
You are currently viewing Nýtt fíkniefni á markaði tengt dauðsfalli
Grímur Grímsson, yf­ir­lög­regluþjónn

Nýtt fíkniefni á markaði tengt dauðsfalli

Rekja má að minnsta kosti eitt dauðsfall til nýs fíkni­efn­is sem komið er í dreif­ingu hér á landi. Efnið er LSD í duft­formi og er örv­andi og get­ur valdið of­skynj­un­um. Rúv grein­ir frá. 

Í sam­tali við rík­is­út­varpið seg­ir Grím­ur Gríms­son yf­ir­lög­regluþjónn að komið hafi upp nokk­ur skipti að und­an­förnu þar sem lög­regl­an legg­ur hald á slík efni. Hann seg­ir um að ræða efni sem að verið sé að blanda við önn­ur þekkt­ari efni eins og kókaín.

Þá sagði hann lög­reglu ekki upp­lýsta um hvort að efnið væri búið til hér á landi eða flutt inn. 

Deila