You are currently viewing Vonar að meðferðir með hugvíkkandi efni standist væntingar
Alma Möller landlæknir

Vonar að meðferðir með hugvíkkandi efni standist væntingar

Landlæknir segist vona að meðferðir með hugvíkkandi efnum standist væntingar, tími sé kominn á nýja nálgun í meðferð við geðsjúkdómum. Mikil aukning er í notkun efnanna að sögn doktorsnema í meðferð þeirra.

Doktorsnemi í meðferð með hugvíkkandi efnum segir notkun þeirra hafa aukist mikið á síðustu árum. Landlæknir vill að möguleg notkun verði eingöngu undir leiðsögn fagfólks.

Sólveig Þórarinsdóttir, doktorsnemi, segir að umræðan um hugvíkkandi efna hafi breyst á síðustu árum.

„Þetta hefur verið umdeilt, enda er þetta eldfimt og viðkvæmt. En ég vill meina að fordómar fyrir þessu byggi á fáfræði, og þess vegna er ofuráherslan að auka fræðslu og taka út af borðinu upplýsingar sem hafa verið villandi í gegnum tíðina.

Sólveig segir að þúsundir Íslendinga hafi þegar notað hugvíkkandi efni í meðferðarskyni, en þörf sé á upplýstri umræðu um efnin en nýlega var haldinn ráðstefna um notkun hugvíkkandi efna, Psycedelics in Medicine, í Hörpu dagana 12. og 13. janúar. Talverð fjölmiðlaumræða varð um þá ráðstefnu og sitt sýndist hverjum um meintan áhuga fólks á málefninu.

Ofskynjunarsveppi er að finna víða, en þeir innihalda hugvíkkandi efnið sílósíbín

„Það sem gæti stafað hætta af er ef fólk er að taka efnin í miklu magni og er ekki í öruggum aðstæðum. Það er algjört lykilatriði að ef fólk er að taka mikið magn af hugvíkkandi efnum að það sé einhver með viðkomandi sem er með reynslu og færni til að halda utan um það rými og tryggja öryggi þessa einstaklings,“ segir Sólveig.

Hún segir að það sé sérstaklega varasamt þegar fólk noti efnin í óöryggum aðstæðum og blandar þeim saman við önnur efni, á borð við áfengi. En markmið samtakanna Hugvíkkandi sé ekki að auka framboð efnisins í slíkum aðstæðum.

„Við erum að reyna að ná fram upplýsandi umræðu og fræðslu og fræðslu sem sýnir fram á gagnsemi þessara lyfja á geðheilsu fólks.“

Sólveig segir að hugvíkkandi líf sé engin töfralausn, þótt væntingarnar séu miklar.

Heimild: Ruv jan 2023

Deila