You are currently viewing Hagkaup í Skeifunni sé ekki félagsmiðstöð fyrir unglinga
Fjölmenni á foreldrafundi í Safamýrinni

Hagkaup í Skeifunni sé ekki félagsmiðstöð fyrir unglinga

Fjöl­menn­ur fund­ur um ör­yggi og vel­ferð barna og ung­menna var hald­inn nýlega í Safa­mýr­inni. Fund­ur­inn var skipu­lagður af For­eldraþorp­inu sem er sam­ráðsvett­vang­ur stjórna for­eldra­fé­laga níu grunn­skóla í Laug­ar­dal, Háa­leiti og Bú­staðahverfi, kallar eft­ir því að allt verði gert til að auka vel­ferð og ör­yggi barna í borg­inni m.a. með því að lengja opn­un­ar­tíma fé­lags­miðstöðva og sund­lauga sem hef­ur verið skert­ur síðustu ár.  Vin­sæll staður til að hanga á er Hag­kaup í Skeif­unni. Þar er opið all­an sól­ar­hring­inn og nú er þar selt áfengi,“ seg­ir í álykt­un­inni sem foreldrar sendu frá sér.

Áfram segja foreldrarnir; „í fé­lags­miðstöðvum er unnið fag­legt starf, þar er kerfi til staðar, það þarf ekk­ert átaks­verk­efni — bara styðja við starfið sem er fyr­ir. Krakk­ar og ung­ling­ar þurfa að vera ein­hvers staðar, þau þurfa staði til að hanga á og þau þurfa að gera eitt­hvað. Sam­vera með fjöl­skyldu er mik­il­væg en þú þarft líka að vera með jafn­öldr­um þar sem upp­byggi­leg sam­skipti eiga sér stað. Við get­um ekki treyst Hag­kaup í Skeif­unni fyr­ir ung­ling­un­um, það er ekki þeirra hlut­verk að vera fé­lags­miðstöð. Þá skýt­ur það skökku við að nikó­tín­búðir hverf­anna séu opn­ar leng­ur en fé­lags­miðstöðvarn­ar.

Mbl sept 24

Deila