You are currently viewing Sala áfengis á landsleikjum í Laugardal

Sala áfengis á landsleikjum í Laugardal

Bjór var í fyrsta sinn í sögunni seldur á knattspyrnuleik á Laugardalsvelli í gær 7. júní þegar Ísland tók á móti Albaníu í þjóðadeildinni. Löngu tímabært og eðlilegt skref segja einhverjir en aðrir furða sig yfir samblöndu íþrótta og áfengis. Þeirra á meðal eru sérfræðingar í forvörnum. Lítil umræða var um þessa fyrirhuguða stefnubreytingu hjá KSÍ og spurning hvort fólk þar á bæ hafi misreiknað sig um þann ávinning sem af þessu hlýst eða hvort ráðamenn sambandsins hafi yfirleitt ráðfært sig við sérfræðinga í lýðheilsu- og forvarnamálum.

Deila