Stofnað var til Íslensku lýðheilsuverðlaunanna árið 2023 að frumkvæði forseta Íslands í samstarfi við Geðhjálp, embætti landlæknis, heilbrigðisráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Í febrúar var kallað eftir tillögum frá almenningi að verðugum verðlaunahöfum og var valnefnd falið að fjalla um tillögurnar, tilnefna þrjá í hvorum flokki og velja loks einn einstakling og eina starfsheild sem sæmd voru þessum verðlaunum. Öll hin tilnefndu fengu viðurkenningarskjal við hátíðlega athöfn á sumardaginn fyrsta.
Forseti Ísland afhenti Íslensku lýðheilsuverðlaunin í annað sinn við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 25. apríl. Verðlaunin eru veitt í tveimur flokkum fyrir mikilsvert framlag til eflingar lýðheilsu á Íslandi.
Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Fagstjóri Sorgarmiðstöðvar, hlaut verðlaunin í einstaklingsflokki.
Í flokki starfsheilda varð Grunnskólinn á Ísafirði fyrir valinu.
Kristján Agnar Ingason tók við verðlaununum, sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra afhenti.
Við lok athafnarinnar færði Alma Möller landlæknir forseta Íslands blómvönd með þökkum fyrir öflugan atbeina til eflingar lýðheilsu Íslendinga í hans embættistíð.
Myndasafn frá verðlaunaathöfninni má sjá hér.