You are currently viewing Einkasala áfengis eitt af stóru málunum á Alþingi
Sigurður Ingi og Guðrún Hafsteinsdóttir ráðherrar takast á um einkasölu áfengis

Einkasala áfengis eitt af stóru málunum á Alþingi

Mjög margt mikilvægt er á borði Alþingis síðustu dagana fyrir sumarfrí, gríðarstór mál sem varða bæði almannahag og mjög skiptar skoðanir eru á bæði innan og utan ríkisstjórnarinnar. Mjög athyglisvert að í ljósi anna í þinginu, sé frumvarpi um einkasölu áfengis þröngvað aftur á yfirborðið.

Mörgum málum þarf að koma í gegnum Alþingi, þinglok nálgast, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur hótað að framlengja þingið og freistar þess þannig að þröngva málum í gegn, málum sem að samstarfsflokkunum í Vinstri grænum og Framsókn hafa vonast til að tefja. Þegar flokkarnir vilja forðast óþægilega umræðu um eigin óstarfhæfni þá dúkkar enn aftur upp uppáhalds mál Alþingis, sem notað sem oft hefur verið notað til að afvegaleiða umræðuna og dreifa athygli fjölmiðla sem og almennings. Sala áfengis í búðum.

Flest það fólk sem leggur það á sig að lesa fréttir stóru miðlanna hefur vafalaust tekið eftir því undanfarna daga að hávært rifrildi á sér nú stað á milli Sigurðar Inga, fjármálaráðherra og formanns Framsóknarflokksins og Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra og þingmanns Sjálfstæðisflokksins. 

Sigurður Ingi sendi erindi á lögregluna þar sem hann benti á að áframhaldandi þróun á því að smásala áfengis sé byrjuð að festa rætur sínar grafi undan lögum og sé því mögulega lögbrot. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur líka blandað sér í málið og segir erindi Sigurðar Inga hafa verið vegna bréfs síns til hans um málið.

Guðrún Hafsteinsdóttir gagnrýndi Sigurð Inga harkalega vegna erindisins og ásakaði hann um að fara gegn stjórnarskránni og réttarríkinu með því að hafa pólitísk afskipti af rannsókn lögreglu. 

Hvort þeim sé nokkur skapaður hlutur alvara með þessu er óljóst, en greinilega gripu þau bæði, Sigurður og Guðrún, tækifærið föstum höndum til að tala um eitthvað annað en óstarfhæfan meirihluta þeirra og umdeild mál á þingi sem alger óvissa ríkir um. Þessi ágreiningur þeirra varpar enn frekar ljósi á óeininguna á stjórnarheimilin og eins líklegt að ríkisstjórnin falli við þessar skilmingar um einkasöluna.

Deila