Afleiðingar af breyttu fyrirkomulagi áfengissölu, almennri smásölu, eru kunnar. Hér er athyglisverð grein í Sage Journals*. Rannsóknin, sem gerð var í Finnlandi, sýnir vægast sagt afar neikvæðar niðurstöður hvað varðar efnahag, heilsufar og félagslegar afleiðingar.
Ef hægt er að tala um „hagnað“ þá er það eitthvað sem fer beint í vasa sérhagsmunaaðila, áfengissalanna, samfélagið situr uppi með allan kostnaðinn sem er gríðarlegur.

*Sherk A, Stockwell T, Sorge J, Churchill S, Angus C, Chikritzhs T et al. The public–private decision for alcohol retail systems: examining the economic, health, and social impacts of alternative systems in Finland. Nordisk Alkohol Nark. 2023;40(3):218–32 (https://doi.org/10.1177/14550725231160335)