You are currently viewing Braut áfengislög og gaf sig fram við lögreglu
Árni fer fyrir hópi hvers þolinmæði er fyrir löngu á þrotum. Og nú á að grípa til aðgerða, við svo búið má ekki standa

Braut áfengislög og gaf sig fram við lögreglu

Árni Guðmundsson dósent í tómstunda- og félagsmálafræði HÍ gaf sig fram á lögreglustöðina við Hlemm þann 21. des. sl. og játaði brot gagnvart áfengislöggjöfinni, hann sagðist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega.

„Lögreglan hefur væntanlega skráð niður erindið formlega eins og vera ber. Hún er væntanlega að rannsaka lögbrotið og starfsemi þessara tveggja netsala sem afhentu vöru af lager innanlands. Ég sendi afrit á saksóknaraembættið og á ríkissaksóknara,“ segir Árni í samtali við Vísi þann 6. janúar 2024.

Árni hefur lengi verið í forsvari fyrir áhugasamtök foreldra gegn áfengisauglýsingum og hefur blöskrað aðgerðaleysi yfirvalda þrátt fyrir ábendingar og ákærur um brot á áfengislöggjöfinni. Árna er kunnugt um í það minnsta fjögur hundruð tilkynningar til lögreglunnar um svipuð brot og hann játar nú fúslega á sig. Viðtalið við Árna birtist á visir.is þann 6. janúar og má lesa hér.

Deila