You are currently viewing Edrúar febrúar – vímulaus lífsstíll

Edrúar febrúar – vímulaus lífsstíll

SÁÁ hvetur landsmenn til þess að prófa Edrú lífstíl í febrúar og fá sem flesta til að finna það á eigin skinni hvað það er gott að sleppa því að neyta áfengis, amk í Edrúar.

Í tengslum við Edrúar verður SÁÁ með fræðslumola inná samfélagsmiðlum um skaðsemina en fyrst og fremst vekja samtökin athygli á þeim heilbrigða lífstíl sem fylgir því að sleppa því að neyta áfengis og vímuefna.

Í Edrúar mun SÁÁ og samstarfsaðilar standa fyrir ýmsum viðburðum sem tengjast edrú lífstíl og nýta þann meðbyr sem er í þjóðfélaginu, þá sérstaklega hjá yngra fólki sem hefur ákveðið að lífa edrú lifstíl.

Hápunktur Edrúar eru síðan Edrúartónleikar í Bæjarbíó þann 21. febrúar, með landsþekktum tónlistarmönnum sem eru: Jón Jónsson, GDRN, Frikki Dór og Herra Hnetusmjör. 

Deila