You are currently viewing Ekkert áfengi leyft á HM 2034

Ekkert áfengi leyft á HM 2034

Sádi-Arabía heldur HM karla 2034, þetta var tilkynnt í lok síðasta árs en þá hafði verið ljóst um hríð að aðrir mótshaldarar kæmu ekki til greina. Sádar verða annað ríkið í Miðausturlöndum til að halda heimsmeistaramót en Katar hélt mótið árið 2022.

„Það verður ekkert áfengi leyfilegt,“ segir prins Khalid bin Bandar Al Saud, sendiherra Sáda í Bretlandi. Áfengisneysla verði bönnuð á hótelum, veitingastöðum sem og knattspyrnuleikvöngum.

Áfengisneysla er ólögleg í Sádi-Arabíu og samkvæmt sendiherra Sádi-Arabíu í Bretlandi munu Sádar ekki fara sömu leið og Katarar. Engar undantekningar verði gefnar.

Deila