You are currently viewing For­stjóri ÁTVR óttast áhrif frjálsar vínsölu á lýðheilsu

For­stjóri ÁTVR óttast áhrif frjálsar vínsölu á lýðheilsu

Ívar J. Arndal, forstjóri Áfengis- og tóbaksverslun ríksins, veltir því fyrir sér hvort að heilbrigt sé að leyfa smásölu áfengis í formála Ársskýrslu ÁTVR fyrir síðasta ár.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að hornsteinn áfengisstefnunnar á Íslandi undanfarna öld sé rekstur ríkiseinkasölu með áfengi á smásölustigi. Markmiðin eru augljós lýðheilsu- og samfélagsrök, að takmarka aðgengi að áfengi og þannig vinna gegn misnotkun og skaðlegum áhrifum þess.

Í því samhengi veltir Ívar því fyrir sér hvort að halda eigi í áfengisstefnu sem hafi verið við gildi í áratugi og stuðlað hefur að auknu heilbrigði íslenskra ungmenna, minni áfengisneyslu og betri lýðheilsu og almannaheill eða leggja áfengisstefnuna til hliðar og gefa smásölu áfengis alfarið frjálsa.

„Valið stendur um hvort halda eigi í áfengisstefnu sem fylgt hefur verið hér á landi í áratugi og stuðlað hefur að auknu heilbrigði íslenskra ungmenna, minni áfengisneyslu og betri lýðheilsu og almannaheill eða leggja áfengisstefnuna til hliðar og gefa smásölu áfengis alfarið frjálsa. Í þessum efnum verður ekki bæði sleppt og haldið.“

Ívar bætir við að í þessum efnum verður ekki bæði sleppt og haldið.

Deila