Þrír af æðstu yfirmönnum Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna, einnar fremstu lýðheilsustofnunar í heimi, sögðu af sér eftir að tíðindi um að Hvíta húsið hefði rekið forstöðumann hennar. Sá varar við því að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, „vopnavæði“ nú lýðheilsu í Bandaríkjunum.
Allt varð vitlaust innan stofnunarinnar (CDC) eftir að það spurðist að Susan Monarez, forstöðumaður hennar, hefði verið rekin innan við mánuði eftir að Bandaríkjaþing staðfesti skipan hennar í embættið. Þrír af æðstu stjórnendum CDC sögðu af sér.
Lögmenn Monarez segja að hún hafi verið rekin fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust „óvísindalegar og glæfralegar tilskipanir“ og að reka sérfræðinga stofnuna án raka.
„Þetta snýst ekki um einn embættismann. Þetta snýst um kerfisbundna eyðileggingu á lýðheilsustofnunum, um að þagga niður í sérfræðingum og að blanda pólitík í vísindin á hættulegan hátt,“ sögðu lögmennirnir.