Fjölmennur fundur um öryggi og velferð barna og ungmenna var haldinn nýlega í Safamýrinni. Fundurinn var skipulagður af Foreldraþorpinu sem er samráðsvettvangur stjórna foreldrafélaga níu grunnskóla í Laugardal, Háaleiti og Bústaðahverfi, kallar eftir því að allt verði gert til að auka velferð og öryggi barna í borginni m.a. með því að lengja opnunartíma félagsmiðstöðva og sundlauga sem hefur verið skertur síðustu ár. Vinsæll staður til að hanga á er Hagkaup í Skeifunni. Þar er opið allan sólarhringinn og nú er þar selt áfengi,“ segir í ályktuninni sem foreldrar sendu frá sér.
Áfram segja foreldrarnir; „í félagsmiðstöðvum er unnið faglegt starf, þar er kerfi til staðar, það þarf ekkert átaksverkefni — bara styðja við starfið sem er fyrir. Krakkar og unglingar þurfa að vera einhvers staðar, þau þurfa staði til að hanga á og þau þurfa að gera eitthvað. Samvera með fjölskyldu er mikilvæg en þú þarft líka að vera með jafnöldrum þar sem uppbyggileg samskipti eiga sér stað. Við getum ekki treyst Hagkaup í Skeifunni fyrir unglingunum, það er ekki þeirra hlutverk að vera félagsmiðstöð. Þá skýtur það skökku við að nikótínbúðir hverfanna séu opnar lengur en félagsmiðstöðvarnar.