Akureyrarbær réð í haust sérstakan verkefnisstjóra fyrir málaflokkinn. Um nýtt starf er að ræða og verkefnin fjölbreytt og var Héðinn Svarfdal Björnsson ráðinn í starfið frá og með september 2022. Héðinn segir starf hans felast í því að upplýsa og fræða fólk en flestir viti þó hvað sé þeim fyrir bestu þegar heilsan er annars vegar.
Virk efri ár og lýðheilsukort
Eitt fyrsta verkefni Héðins nefnist Virk eftir ár og er það miðað að 60 ára og eldri. Ekki bara er verið að hugsa um þennan hóp þegar lýðheilsumál eru annars vegar hjá bænum, því nýlega kynnti Akureyrarbær svokallað lýðheilsukort sem hvetur alla aldurshópa til aukinnar hreyfingar.
Héðinn var í viðtali um lýðheilsu og mikilvægi hennar í þættinum Að norðan á N4. Viðtalið við hann verður sýnt í janúar 2023 og má sjá HÉR