You are currently viewing Lýðheilsusjóður 2025 – styrkúthlutun
Hluti af styrkþegum með ráðherra

Lýðheilsusjóður 2025 – styrkúthlutun

Alma Möller, heilbrigðisráðherra, tilkynnti um úthlutun styrkja úr Lýðheilsusjóði 2025 við athöfn á Hiltonhóteli í gær. Í ár bárust 226 umsóknir og sótt var um styrki að upphæð um 550 milljónir til margvíslegra verkefna. Veittir eru styrkir til 153 verkefna og nema þeir samtals 96.800.000 krónum.

Áhersla er lögð á að styrkja aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu barna og fullorðinna og efla félagsfærni ásamt því að draga úr einmanaleika með styrkjum úr Lýðheilsusjóði. Önnur áhersluatriði eru áfengis-, vímu- og tóbaksvarnir, næring, hreyfing og kynheilbrigði.

Ráðherra úthlutaði styrkjunum að fengnum tillögum stjórnar Lýðheilsusjóðs sem mat umsóknir út frá því hvernig þær falla að hlutverki sjóðsins. Áður höfðu fagráð embættis landlæknis metið allar umsóknir sem bárust.

Hlutverk Lýðheilsusjóðs er skilgreint í lögum um landlækni og lýðheilsu og lýðheilsustefnu til ársins 2023.

Deila