Nýleg frétt á RUV fjallaði um skaðsemi nikótínpúða á verðandi mæður. Karitas Ívarsdóttir, ljósmóðir hjá Þróunarmiðstöð íslenskar heilsugæslu, sagði nikótín hafa margvísleg áhrif á fóstrið. „Þá fer nikótínið um fylgjuna, og dregur úr blóðflæði og súrefnisflæði til fóstursins. Það getur aukið líkur á því að barnið verði fyrir vaxtarskerðing,“ segir Karitas.
Þá eykur það líkur á því að barnið fæðist fyrir tímann. „Það er vitað að börn sem fæðast fyrir tímann glíma við ýmis vandamál, vegna þess að líffæri þeirra eru ekki nægilega þroskuð,“ sagði Karitas.
Nikótín hefur einnig áhrif á fæðinguna
„Það er hætta á að barnið verði fyrir mikilli streitu í fæðingunni, vegna þess að framboð á súrefni er minna, og það getur þýtt að það þurfi að grípa inn í fæðinguna,“ sagði Karitas. „Þetta er stórmál.“
Nikótín berst einnig í brjóstamjólk, þar sem það nær þrisvar sinnum meiri styrkleika en hjá móðurinni. Karitas sagði ýmislegt benda til þess að ef móðir neytir nikótíns á meðgöngu, fæðist barnið með ákveðin fráhvarfseinkenni.
„Þau eru með aukinn hjartslátt og óvær sem bendir til þess að þau séu í einhvers konar fráhvarfi,“ sagði Karítas að lokum.
Um niktótínpúða
RUV 19.1.23