Algjör sprenging hefur orðið í notkun nikótínpúða skv. frétt á RUV. Árið 2018 voru flutt inn 107 kíló af púðum en árið eftir 18.000 kíló eða ríflega átján tonn. Síðan þá hefur notkunin tífaldast, árið 2020 voru flutt inn 93 tonn af púðum, 2021 tæp 153 tonn og í fyrra ríflega 172 tonn.
Hver dolla er um það bil 14 grömm, sem þýðir að meira en tólf milljónir þeirra seldust í 2022. Ungt fólk er stærsti markhópurinn, um 30% fólks á aldrinum 18 til 24 ára notar nikótínpúða og algengt að fólk sem aldrei hefur notað tóbak hafi ánetjast nikótíni með tilkomu púðanna. Það verður að taka tillit til þess að í þessum nikótínpúðum getur verið mikið magn af nikótíni jafnvel í miklu meiri styrk heldur en í munntóbaki og sígarettum.
Heimilid
Um niktótínpúða
RUV 19.1.23