Áfengisneysla unglinga virðist hafa færst í vöxt segir skólastjóri Hagaskóla Ómar Örn Magnússon í samtali við Morgunblaðið 24. október sl. Ómar segir það koma sér á óvart og hefur áhyggjur af niðurstöðum könnunar meðal nemenda í Hagaskóla. Hann segir að á landsvísu sé talað um að drykkja hafi aukist undanfarin ár hjá nemendum í efsta bekk grunnskóla. Þetta sjáist bæði í Vesturbænum og víðar. Ómar telur svarið við þessum niðurstöðum að virkja og byggja aftur upp öflugt foreldrasamstarf.