You are currently viewing Verum klár; forvarnaátak fyrir Menningarnótt

Verum klár; forvarnaátak fyrir Menningarnótt

Sérstakt forvarnarátak í aðdraganda Menningarnætur

Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir sérstöku forvarnarátaki sem nefnist Verum klár í aðdraganda Menningarnætur í sumar.

„Þar erum við annars vegar að höfða til unga fólksins okkar, að bara vera klár almennt í lífinu. Taka góðar ákvarðanir og hugsa um hvert annað. Við berum öll ábyrgð hvert á öðru og að öllum líði vel,“ segir Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg. Skilaboðum hefur einnig verið beint að foreldrum.

„Þar sem að foreldraábyrgðin er til 18 ára. Menningarnótt er fjölskylduhátíð. Þetta er samvera og við erum að hvetja foreldra og forráðamenn til að taka börnin sín með sér heim að dagskrá lokinni.

Menningarnótt lýkur klukkutíma fyrr en venjulega í ár. Ástæða var talin til að endurskoða skipulagningu Menningarnætur og Reykjavíkurmaraþons. Erfitt hefur verið fyrir viðbragðsaðila að sinna öryggi og eftirliti á tveimur flóknum viðburðum sama sólarhringinn“.

Björg segir að Flotinn, flakkandi félagsmiðstöð, og samfélagslögregla verði mjög sýnileg á hátíðinni. Skipuleggjendur hafa fundað með lögreglu og slökkviliði, og öryggisgæsla verður mikil, eins og alltaf.

„Það eru allir tilbúnir og spenntir fyrir hátíðinni og tilbúnir til að láta þetta fara sem best fram.“ReykjavíkurborgKvöld­dag­skrá Menn­ing­ar­næt­ur stytt um klukku­stund

Mbl.is 18.8.2025

Deila