You are currently viewing VIKA 43 verkefnið – mikilvægi samstarfs í vímuvörnum

VIKA 43 verkefnið – mikilvægi samstarfs í vímuvörnum

Í 43. viku ársins er sem fyrr vakin athygli á mikilvægi samstarfs allra aðila í áfengis- og vímuefnamálum og að hverju er stefnt í forvörnum. Í Viku 43 er sjónum einkum beint til foreldra og forráðamanna barna, hlutverks þeirra og ábyrgðar og frá upphafi hafa umfjöllunarefni vikunnar verið fjölbreytt og upplýsandi. Markmið vikunnar hefur frá beinst að fjórum þáttum:

1 Vera vettvangur fyrir samstarf félagasamtaka um að vekja athygli á áfengis- og vímuefnamálum, einkum forvörnum.
2 Varpa ljósi á viðfangsefni forvarna og það starf sem unnið er á vettvangi félagasamtaka.
3 Vekja athygli landsmanna á mikilvægi forvarna, einkum forvörnum gagnvart börnum og unglingum.
4 Virkja þekkingu, styrk og samstöðu grasrótarsamstarfs til eflingar forvarnastarfi.

Deila