Mikill áhugi er á heilbrigðisþingi um lýðheilsu sem fram fór á hótel Nordica í Reykjavík, rúmlega 300 manns mættu á þingið og ekki sæti fyrir fleiri. Hægt var að fylgjast með þinginu í beinu streymi á vefnum www.heilbrigdisthing.is.
Formleg dagskrá þingsins hófst kl. 9.00 með setningarávarpi Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Framkvæmdastjóri Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) ávarpaði einnig þingið og síðan tók við fjölbreytt dagskrá með hérlendum og erlendum fyrirlesurum.
Dagskrá þingsins endurspeglar hversu breytt hugtakið lýðheilsa er. Fyrirlesarar og þátttakendur í pallborði komu víða að, s.s. fulltrúar fræðasamfélagsins, sveitarfélaga, skóla, íþróttahreyfingarinnar og annarra félagasamtaka, auk fulltrúa frá WHO og Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD).