Heilbrigðisráðherra Alma Möller varar eindregið við breytingum á sölufyrirkomulagi áfengis hérlendis sem væri einn af grunnþáttum þess hve vel hefur tekist í forvörnum, ekki síst hvað varðar börn. Áfengisneysla á Norðurlöndum að Danmörku undanskilinni sýnir í raun mikilvægi þess fyrirkomulags sem viðkomandi þjóðir búa við. Ráðherra vitnar í þeim efnum m.a. til nýlegrar skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar WHO og varar eindregið við að markaðsöflum sé falin forráð í þessum efnum. Þar helgast markmið fyrst og fremst af viðskiptasjónarmiðum með tilheyrandi auglýsingum og markaðssókn, sem gengur út á að ná sem mestri sölu og eigin ágóða með öllum tiltækum ráðum. Afleiðingar áfengisneyslu er vel þekktar og kostnaður samfélagsins er óheyrilegur. Viðtalið við Ölum Möller á Rás 2 má sjá hér.

Alma Möller