You are currently viewing Norræn ráðstefna um áfengi og lýðheilsu 19. sept.
Landlæknir og heilbrigðisráðherra með norræna ráðstefnu

Norræn ráðstefna um áfengi og lýðheilsu 19. sept.

Heilbrigðisráðuneytið í samvinnu við embætti landlæknis stendur fyrir norrænni ráðstefnu um áfengi og lýðheilsu á Grand hótel Reykjavík 19. september næstkomandi. Ráðstefnan er liður í viðburðum sem efnt er til í tengslum við formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári. Ráðstefnan fer fram á ensku og ber yfirskriftina Alcohol and Public Health in the Nordics.

Á ráðstefnunni verður fjallað um skaðsemi áfengis í víðu samhengi, samhengi greiðs aðgengis að áfengi og aukinni notkun þess, um árangursríkar forvarnir á grundvelli gagnreyndrar þekkingar og stefnumótun á þessu sviði. Fyrirlesarar á ráðstefnunni koma víða að og búa að víðtækri þekkingu og reynslu á sviði rannsókna og stefnumótunar á sviði áfengismála og forvarna.

Ráðstefnan á Grand hótel hefst kl. 8.45 og lýkur kl. 16.00. Hægt verður að fylgjast með í beinu streymi.

Deila